Skilmálar

Heitirpottar.is
Fosshálsi 13-15, 110 Reykjavík, sími 777 2000.

kt. 6604072350
VSK nr. 94234
netfang: [email protected]

Verð & Greiðslur

Heitirpottar.is tekur ekki ábyrgð á röngum verðum sem kunna að birtast á vefsíðunni. Heitirpottar.is áskila sér rétt til að hætta við pöntun ef vara er vitlaust verðmerkt eða ekki til í vefverslun okkar.

Verð í vefverslun er í íslenskum krónum. Verðbreytingar eru ekki auglýstar fyrirfram. Virðisaukaskattur er innifalinn í verði.

Hægt er að greiða fyrir vörur með kreditkorti og debetkorti í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar.

Heitirpottar.is,  fá aldrei kortaupplýsingar viðskiptavina.

Ábyrgð

Ábyrgðir seljanda hafa ekki í för með sér takmarkanir á rétti sem á er kveðið um í lögum um neytendakaup. Ábyrgð vegna galla á vöru er 2 ár eftir kaupdagsetningu til einstaklinga. Ábyrgð er ekki staðfest nema að kaupnótu sé framvísað. Ábyrgð fellur úr gildi ef varan hefur verið opnuð eða átt hefur verið við hana. Seljandi er ekki skuldbundinn því að eiga allar vörur alltaf til á lager.

Afhending & Heimsending

Heitirpottar.is gera sitt besta til að tryggja viðskiptavinum snögga afgreiðslu og þjónustu pantana. Afhendingartími tekur mið af álagi hverju sinni.

Heitirpottar.is sjá um afhendingu og heimsendingu á heitum pottum, allt eftir ósk kaupanda, sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verði, kaupandi ber ábyrgð á flutningi á vöru, nema í þeim tilfellum sem Heitirpottar.is sjá um flutning fyrir kaupanda, að beiðni kaupanda.   Seljandi hefur samband við kaupanda, alltaf, þegar rafmagnspottur eru keyptur.

Pantanir eru afgreiddar eins fljótt og auðið er, eftir að kaupferli er staðfest.

Að skipta og skila vöru

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.

Gölluð vara

Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir. Eða endurgreiðum ef þess er krafist.

Ábyrgð er ekki staðfest nema að kaupnótu sé framvísað. Ábyrgð fellur úr gildi ef varan hefur verið opnuð eða átt hefur verið við hana.Seljandi er ekki skuldbundinn því að eiga allar vörur alltaf til á lager. Ábyrgð er fyrir fyrsta kaupanda.  

Lög um varnarþing

Rísi réttarágreiningur í tengslum við skilmála þessa skal bera hann undir Héraðsdóm Reykjavíkur.

Um neytendakaup þessi er fjallað í lögum um neytendakaup, lögum um samningsgerð, lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, lögræðislög og lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Persónuverndarstefna

Vafrakökur

Við notkun á Heitirpottar.is verða til upplýsingar um heimsóknina. Heitirpottar.is notar þessar upplýsingar til að betrumbæta vefsíðuna og upplifun notenda hennar. Við leggjum höfuðáherslu á varðveislu þessara gagna og afhendum þau ekki þriðja aðila nema um lagalega skyldu sé að ræða.

Vafrakökum er safnað í þeim tilgangi að telja heimsóknir sem og greina notendaferðalag (e. Users journey) um vefsíðuna. Þessar upplýsingar eru greindar með því markmiði að bæta upplifun notenda á vefsíðunni og auðvelda aðgengi notenda að upplýsingum.

Heitirpottar.is notar Google analytics til að safna gögnum, þar koma fram upplýsingar um hverja heimsókn, hversu lengi hún varði, hvert notandi fór innan vefsíðunnar og hvar hann fór af léninu.

Persónuvernd

Heitirpottar.is notast við SSL skilríki. Þessi skilríki tryggja það að vefurinn er dulkóðaður með HTTPS eða Hypertext Transfer Protocol Secure. HTTPS er samskiptareglur milli notenda og vefsíðu sem verndar heiðarleika og trúnað allra þeirra upplýsinga sem flæða á milli tölvu notendans og síðunnar, með því að dulkóða öll samskipti notanda við vefsíðuna.

HTTPS öryggið er þrískipt.

Dulkóðun: Dulkóðar öll gögn sem fara á milli tölvu notandans og vefþjóns vefsíðunnar til að vernda þau gegn þeim sem reyna að ,,hlusta’’ á gögnin. Á meðan notandi vafrar um heimasíðuna sér dulkóðunin um það að enginn geti ,,hlustað’’ á það sem notandinn gerir á síðunni og stolið upplýsingum.

Heiðarleiki gagna: Á ferð sinni milli tölvu og vefþjóns helst heiðarleiki gagna, það er ekki hægt að breyta og sýkja gögnin á ferðalaginu án þess að það uppgötvist.

Auðkenning: Gengur úr skugga um það að notandinn sé í samskiptum við áætlað vefsvæði. Auðkenningin verndar notandann gegn „manninum í miðjunni árásum“ (e. Man in the middle).

Heitirpottar.is meðhöndlar persónuupplýsingar sem kunna að safnast við notkun á vefnum í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf Evrópska efnahagssvæðisins. Lögð er áhersla á að meðhöndlun persónuupplýsinga fari fram með löglegum hætti og séu einungis meðhöndlaðar af viðeigandi aðila á viðeigandi hátt.