1 slide slider 2

Um okkur

Arctic Spas
Arctic Spas er kanadískt vörumerki og er eitt virtasta vörumerkið í heiminum í dag, í framleiðslu á heitum pottum. Arctic Spas hefur áunnið sér þennan sess vegna þeirra gæða og þjónustu sem fyrirtækið býður viðskiptavinum sínum uppá. Arctic Spas hefur sýnt og sannað að þeir eru fremstir í fararbroddi þegar kemur að endingu, einangrun og orkusparnaði. Síðast en ekki síðst býður Arctic Spas uppá lengstu og víðtækustu ábyrgð sem völ er á. Arctic Spas pottarnir eru byggðir til að endast mjög lengi og má í því samhengi nefna, að ábyrgðin á skelinni er 100 ár. Pottarnir eru 100% sjálfhreinsandi og mjög auvelt er að viðhalda þeim þannig að þeir líti alltaf út sem nýir. Arctic Spas pottarnir eru þekktir fyrir að vera með mikið og fjölbreytt úrval heitra potta ásamt stuttum afhendingartíma.

Coyote Spas
Coyote Spas eru framleiddir af Arctic Spas. Ný lína Coyote Spas var kynnt til sölu í janúar 2007. Coyote Spas eru ætlaðir þeim sem vilja stílhreina hönnun, slitsterka og endingargóða potta með góðu nuddi á mjög sanngjörnu verði. Hliðarnar á Coyote eru gerðar úr plasti og geta viðskiptavinir valið um ótal mismunandi hliðar eða fengið næstum hvað sem er á hliðarnar t.d. ef óskað er eftir logói fyrirtækisins , uppáhalds knattspyrnuliðinu eða einhverju álíka, ætti Coyote Spas auðveldlega að getað uppfyllt óskir þínar. Coyote Spas pottar eru allir afgreiddir með níðsterku loki ásamt 3 ára ábyrgð og stuttum afhendingartíma.

Guild
Guild vörumerkið er framleitt af sömu mönnum og stofnuðu Arctic Spas keðjuna. Það er mikið gert út á að billiardborðin standist bæði gæði og kröfur viðskiptavinanna. Guild er því framleitt undir mjög ströngu og miklu eftirliti. Guild framleiðir einnig billiardkjuða, kúlur ásamt öllum tilheyrandi aukahlutum. Ábyrgðin á Guild billiardborðum er 100 ár.

 

Póstlisti

Skráðu þig á póstlista okkar og fáðu send tilboð og fréttir um vörur okkar.