pH-Mínus duft; Til að LÆKKA sýrustig á vatni í potti.
Framleitt sérstaklega fyrir heita potta.
pH duft, Notkun:
1. Mælið vatnið með vatnsprufusetti (Nota: Test Strimlar).
2. Mælið hæfilegt magn af pH-dufti (skoðið leiðbeiningar).
3. Leysið pH-duftið upp í fötu af vatni.
4. Dreifið upplausninni yfir vatnið/pottinn.
5. Athugið pH-gildin aftur eftir 30 mínútur.
pH-gildi, Leiðbeiningar
pH-gildi vatnsins ætti alltaf að vera á milli 7,2 og 7,6.
Of lágt pH-gildi getur skemmt hluta af pottinum, t.d. rörakerfið.
Of hátt pH-gildi getur leitt til ertingar á húð og augum, getur einnig leitt til kalsíum- og málmmengunar (stíflu) og gerir sótthreinsun á pottinum erfiðari. Prófið vatnið í pottinum reglulega með vatnsprufusetti (test strips) til að athuga hvort pH- og sótthreinsunargildin (klór, brómín, virkt súrefni) séu alltaf innan bestu viðmiðunarmarka.
Ef pH-gildi eru yfir 7,6 verður að lækka þau.
Ef pH-gildi eru undir 7,2 verður að hækka þau.
Athugið að fylgjandi upplýsingar eru áætluð gildi: 3 tsk. pH-duft fyrir hverja 1000 lítra af vatni hækkar/lækkar pH-stigið um það bil 0,2 einingar. Stillið ávallt pH-gildin smám saman (í skrefum) og athugið síðan pH-gildin eftir um 30 mínútur. Ef mikill munur er á sýrustigi getur það verið vegna þess að gildi klórs, brómíns eða virks súrefnis í vatninu er rangt. Leysið fyrst upp pH-duftið í fötu af vatni.
Aldrei skal nota sömu teskeið í matvöru.