
Saltvatnspottar frá Arctic Spas
Gefðu þér tíma að kynna þér kostina við fjárfestingu á Arctic Spas Saltvatnspotti.
Hvað gera saltvatnspottar?
Saltvatnspottar eru rafmagnspottar sem framleiða sótthreinsandi efni úr saltblöndu sem er sett í pottinn.
Almennt á góður saltvatnspottur á að einfalda líf þitt meira en hefðbundinn rafmagns-klórpottur.
Misskilningur um saltvatnspotta
Saltvatnspottar eru ekki sjóböð, það er enginn sjór/sjóvatn sett í saltvatnspott.
Saltvatnspottar eru fylltir með köldu vatni heima hjá þér, saltblanda er sett í pottinn sem er nærandi fyrir húð og hár.
Maður fær ekki illt í augun eða saltbragð í munn vegna saltmagnið sem er sett í saltvatnspottana. Vatnsgæðin eru oftast mun betri í saltvatnspottum en hefðbundnum rafmagnspottum.
Afhverju að velja Arctic Spas?
Arctic Spas SPABOY® hreinsikerfið er eina saltvatnskerfi á markaðnum sem er 100% sjálfvirkt. Þú þarft ekki að lyfta fingri þegar kemur að viðhaldi á vatnsgæðunum, nema ef appið segir þér annað. Verður ekki einfaldara og þægilegra.
Ef önnur merki fara að búa til sitt eigið sjálfvirkt hreinsikerfi, þá er Arctic Spas samt með yfir 12 ára forskot á þeirri vöru!
Arctic Spas er með sinn eigin hugbúnað í pottunum sínum, sem þýðir að þú getur stýrt og fylgst með pottinum mun betur en hjá öðrum pottum. Hægt er að sækja alls kyns gögn sem aðrir bjóða ekki upp á, t.d. er hægt að sjá hvað Arctic Spas pottur eyðir upp á krónu á hverjum degi.
Rekstarkostnaður er lægstur hjá Arctic Spas, rafmagnseyðsla og aðrar vörur sem þarf að kaupa, t.d. þrifefni. Endilega hafðu samband við okkur fyrir fleiri upplýsingar varðandi hvernig Arctic Spas pottar geta sparað þér í rekstrarkostnaði.
Arctic Spas Saltvatnspottar eru framleiddir fyrir erfiðustu veður í norður Kanada. Arctic Spas þurfa að þola há frostmörk og erfiðar vindáttir.
Í dag eru 30 ára Arctic Spas pottar enn í gangi, ekki er hægt að segja það sama um önnur merki.

Ekki láta pottinn stressa þig í fríinu
SPABOY® Saltvatnskerfið sér um sig sjálft, ef eitthvað skyldi koma fyrir þá færðu tilkynningu beint í símann.

Fylgstu með pottinum... hvar og hvenær sem er
Þú skalt bara slappa af...
SPABOY® Saltvatnskerfið frá Arctic Spas sér um að halda pottinum þínum tandurhreinum meðan þú nýtir þín á ströndinni.

SpaBoy® Saltvatnskerfið
Sjálfvirka SpaBoy® saltvatnskerfið frá Arctic Spas má líkja sem þínum eigin sundlaugarvörð.
Hann nemur vatnið og framleiðir hreinsiefni eftir þörfum. Þú skalt njóta meðan potturinn sér um vinnuna fyrir þig!
SpaBoy® saltvatnskerfið aðlagar sig miða við þína notkun.

Snjallasta appið
Allir á heimilinu geta verið með appið í símanum.
Appið gerir þig kleift til að stjórna og stilla saltvatnspottinn eftir þínum þörfum.
Arctic Spas bjóða upp á háþróaðasta app og hugbúnað á pottamarkaði.

Bestu vatnsgæðin
SpaBoy® saltvatnskerfið frá Arctic Spas er nákvæmt og býður upp á bestu vatnsgæði fyrir þína heilsu. Öflugt og nákvæmt saltvatnskerfi.
Saltblandan frá Arctic Spas er gerð úr dauðahafssöltum og er nærandi fyrir húð og hár. Þú bara verður að prufa!
Síur og röðun 9 vörur

Sparnaður í rekstri
FreeHeat® einangrunarkerfið frá Arctic Spas leyfir pottinum að nýta allan hita framleiddan.
Sturluð staðreynd, það er hægt að hita Arctic Spas pott upp í 40° gráður án hitara!
Bara með því að hafa hreinsikerfið í gangi er nóg til að hita upp pottinn.

Frábær upplifun
Meðan notkun stendur á Arctic Spas saltvatnspotti ættir þú að upplifa húðina vera mýkjast upp og afslöppun í öllum líkama.
Saltblandan úr dauðahafssöltum dekrar við húðina þína.
Í sýningarsal okkar getur þú fengið að prufa Arctic Spas saltvatnspott. Ekki vera feimin/n að taka með sundskýlu og fá að prufa áður en þú íhugar að fjárfesta í slíkan pott.

Þægindi í hámarki
Okkar mesta lúxusvara.
Leyfðu saltvatnspottinum að sjá um hreinsunina.
Með kaupum á Arctic Spas saltvatnspotti tryggir þú einnig okkar bestu mögulegu þjónustu, við fylgjumst einnig með pottinum þínum og veitum allar mögulegu aðstoð.
5 ára ábyrgð fylgir með Arctic Spas saltvatnspottum, sú lengst sem finnst á pottamarkaði.
Úrval og verð
Ath. við eigum til Arctic Spas Saltvatnspotta á lager frá eldri verðlista sem fást á besta verði!
Sama framleiðsla og nýjustu pottarnir á 2025 verðlistanum.
Hafðu samband fyrir fleiri upplýsingar um þá potta..
Arctic Spas SpaBoy® Saltvatnspottar: Uppsetning & Notkun
Til hamingju með nýja saltvatnspottinn kæri lesandi! Áður en við hefjumst handa að setja upp pottinn, þá skulum við fara yfir mikilvægasta atriðið varðandi þinn nýja saltvatnspott. Það er þessi...
Sendum og þjónustum um allt land!🇮🇸

Höfn í Hornafirði

Grímsnes

Akureyri

Biskupstunga

Seltjarnarnes

Hafravatn

Danmörk

Garðabær
