Flutningur

Flytjum vörur um land allt.

Smávörur

Sendum með Íslandspósti 💌. Hægt að fá sent heim að dyrum, á póststöð eða í póstbox.

Pottur

Höfuðborgarsvæði: 25.000 - 35.000kr.

Út á land: 35.000 - 70.000kr.

Pottakerra Heitirpottar.is: Hægt að fá pottakerru okkar í leigu, hafðu samband í netspjallið fyrir fleiri upplýsingar.

Ath. þessi verð eru viðmið. Einungis fyrir flutning en enga hýfingu (kranabíll). Heitirpottar.is býður upp á hýfingarþjónustu í samstarfi við vana kranamenn. Þekkjum einnig til aðila víða um land með góða reynslu.

Hafðu samband fyrir verð í þinn flutning. 💌

Pottalok

Ef pottalok er keypt með potti, þá fer það með pottinum í sama flutning endurgjaldlaust, sama gildir með aðrar vörur keyptar með pottinum.

Flutningur á stöku pottaloki:

Höfuðborgarsvæði: 12.000kr.

Út á land: Hafðu samband í netspjallið.

Sauna: Inniklefi

Fer eftir stærð: Litlir inniklefar er hægt að flytja með Íslandspósti, en stærri þarf að senda á öðrum máta.

Vinsamlegast hafðu samband fyrir aðstoð. 💌

Sauna: Útiklefi (Ósamsettur)

Höfuðborgarsvæði: 25.000 - 35.000kr.

Út á land: 35.000 - 70.000kr.

Frítt að sækja!

Sauna: Útiklefi (Samsettur)

Flytjum með Samskip eða komum sjálfir með samsetta útiklefa þinn á kerrunni okkar.

Hægt er að fá kerru í leigu frá okkur. Hafðu samband í netspjallið fyrir fleiri upplýsingar.

Heitirpottar.is býður upp á hýfingarþjónustu á Höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við reynda kranabílstjóra. Fyrir utan Höfuðborgarsvæðis þarf viðkomandi að skipuleggja sinn eigin kranabíl fyrir hýfingu á samsettum útiklefa. Við þekkjum til kranabílstjóra víða um land með góða reynslu.

ÉG VIL SÆKJA! (stór vara)

Risa afhendingarsvæði og reyndir menn á lyftara!💪🏼 Vinsamlegast gefðu a.m.k. 24 klst. fyrirvara áður en stór vara (pottur, sauna, pottalok o.fl.) er sótt.

Ef um rafmagnspott er að ræða; þá skaltu gefa okkur a.m.k. 2 daga fyrirvara (virkir dagar) þar sem við þurfum að prufukeyra pottinn þinn áður en hann fer úr húsi. Heitirpottar.is teymið tryggir að þinn nýji rafmagnspottur sé í fullkomnu standi þegar þú tekur á móti honum.

Sótt er frá Fosshálsi 13, (sami staður og sýningarsalur).

Pottaferðir 🚚💨

Förum árlega í söluferð út á land! 🇮🇸 🌤️

Allir pottar keyptir beint af kerru fá góð kjör í flutning! 💰🫰🏼

Hafðu augu og eyru opin fyrir næstu söluferð! 👀

Facebook Instagram