Síur og röðun 7 vörur
Fjórir helstu ávinningar við reglulega notkun á infraklefa:
- Regluleg notkun: 20-30mín. á dag, 3-4x í viku.
1. Bætt blóðrás:
Infrarauðu geislarnir og hitinn auka blóðflæði, sem getur stuðlað að betri næringu og súrefnisflæði í öllum líkama og til heila. Bætt blóðrás leiðir að betri svefn, einbeitingu og vellíðan.
2. Streitustjórnun:
Hitinn getur hjálpað til við að slaka á vöðvum og minnka spennu, sem leiðir til betri slökunar og lækkunar á streitu. Gott að hugleiða meðan maður er í infraklefa fyrir besta árangur.
3. Húðheilsa:
Regluleg notkun getur bætt húðheilsu, hreinsað húðina og stuðlað að meiri ljóma. Í infraklefunum svitnum við mikið sem losar öll helstu eiturefni úr líkama og þá sérstaklega úr húðinni. Húðin er stærsta líffærið okkar og skiptir máli að sjá vel um hana.
4. Vöðvabætur:
Hitinn og geislarnir geta dregið úr vöðvaverkjum og bætt endurheimt eftir áreynsli, sem gerir infraklefa að góðu hjálpartæki fyrir íþróttafólk. Notkun á infraklefum eftir æfingu er að verða mjög vinsælt í dag.
Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu
"Infrarauður hiti mýkir vöðva og liði, við svitnum og fáum hjartað til að pumpa svolítið. Þetta er frábært við vöðvabólgu og gigt," segir Ari Steinn Kristjánsson.