Fréttir í gegnum tíðina:

Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skamm­deginu

(Október, 2024)

„Við þurfum að hægja á okkur og gefa okkur tíma fyrir okkur sjálf og fyrir heilsuna. Framundan er dimmasti tími ársins og staðreynd að andleg heilsa margra okkar fer niður á þessum tíma. Með því að gefa okkur tuttugu mínútur á dag í infrarauðum hita hlúum við bæði að líkamlegri og andlegri heilsu,“ segir Ari Steinn Kristjánsson, einn eigenda Heitirpottar.is

Fullt viðtal (visir.is)

Sánur njóta aukinna vinsælda – Kristján Berg segir frá áhrifum og notkun

(Október, 2024)

Fiskikóngurinn, Kristján Berg hefur á síðustu árum lagt áherslu á að selja sánur sem hluta af heilsuvörum sínum og segja má að hann sé að verða einnig nokkurs konar sánukóngur hér á landi. Söguleg hefð sánanna hefur fengið nýtt líf í nútímaheimilum þar sem æ fleiri Íslendingar hafa uppgötvað jákvæð áhrif sánubaða á líkama og sál.

Full frétt & viðtal (Útvarp Saga)

Sprenging í sölu á sér­smíðuðum saunaklefum

(Ágúst, 2024)

Feðgarnir Kristján Berg og Ari Steinn hafa varla undan að sérsmíða saunaklefa fyrir íslensk heimili.

Saunaklefar spretta nú upp við íslensk heimili eins og gorkúlur og njóta sérsmíðaðir klefar mikilla vinsælda. Kristján Berg, eigandi Heitir pottar.is hefur varla undan að afgreiða heilsuþyrsta Íslendinga sem vilja hanna saunaklefann eftir eigin höfði.

Full frétt (visir.is)

Kristján missti allt í Hruninu: „Þegar maður vaknaði var allt farið“

(Júní, 2024)

Kristján Berg Ásgeirsson, eða Fiskikóngurinn eins og hann er gjarnan kallaður og eigandi Heitra potta, hefur verið þekktasti fisksali á Íslandi um árabil en hann hefur selt Íslendingum fisk í yfir þrjátíu ár. Frumlegar auglýsingar hans hafa gjarna vakið athygli og þá hefur hann oftar en ekki ratað í fjölmiðla vegna hinna ýmissa mála. Kristján Berg er nokkuð hispurslaus á samfélagsmiðlunum og veigrar sér ekki við því að tjá hug sinn og hefur stundum verið gagnrýndur í kjölfarið.

Full frétt & viðtal (mannlif.is)

Smá samkeppni um hvor sé með betri heita pottinn

(2024)

Ein­ung­is 23 ára gam­all hef­ur hann áorkað að vera með sína eig­in hönn­un á heit­um pott­um.

Ari Steinn á ekki ýkja langt að sækja hönn­un­ar­hæfi­leik­ana, þar sem hann starfar ásamt föður sín­um í fyr­ir­tæk­inu, Kristjáni Berg Ásgeirs­syni, oft kallaður Fiskikóng­ur­inn, sem hef­ur hannað og selt heita potta um ára­bil.

Full frétt (mbl.is)

Það er enginn pottur líkur Auganu

(2024)

Það vakti athygli á dögunum þegar ungur og efnilegur Garðbæingur, Ari Steinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Heitirpottar.is, kom með nýja útfærslu af heitum rafmagnspotti, sem hann hannaði sjálfur og framleiddi fyrir verslunina Heitirpottar.is

Við erum pottaóð þjóð og þetta ár stefnir bæði í risastórt potta- og saunaár segir Ari Steinn.

Full frétt (kgb.is)

Heitir pottar og sánur hafa góð áhrif á líkama og sál

(2024)

Núna hafa sánaklefarnir bæst við og segir Kristján að fara í sánu geri magnaða hluti fyrir heilsuna. Til að mynda sé mjög gott fyrir þá sem þjást af gigt eða bólgusjúkdómum að fara í sánu. Hann segir að vegna þess að í sánuklefum sé mikill hiti þá þurfi fólk að gæta sín að vera ekki of lengi í einu.

Full frétt & viðtal (Útvarp Saga)

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

(2024)

Við erum búin að ráðast á markaðinn sem stærsta saunafyrirtæki landsins. Við erum með uppsetta 40 mismunandi klefa í versluninni sem fólk getur komið og skoðað í stórum sýningarsal. Hér er heitt á könnunni og þú röltir svo um með kaffibollann og skoðar.“

Full frétt (dv.is)

Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn

(2024)

Ég er búinn að selja heita potta í 18 ár og þegar COVID var og allir voru að kaupa sér heita potta, það var bara grín við hliðina á æðinu núna. Það er algjört saunaæði runnið yfir landsmenn,“ segir Kristján Berg, eigandi Heitir pottar.is. „Við erum búin að kúvenda fyrirtækinu Heitir pottar, í dag er þetta orðið Heitir pottar og sauna.

Við erum búin að ráðast á markaðinn sem stærsta saunafyrirtæki landsins.

Full frétt (dv.is)

Verðlaunamet hjá Arctic Spas

(2024)

Þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtæki hlýtur tvenn verðlaun frá Arctic Spas á sama árinu en Heitirpottar.is voru að vinna þessi verðlaun fimmta árið í röð. Þá hefur engin önnur verslun unnið verðlaunin jafn oft í 35 ára sögu Arctic Spas.

„Við klæddum okkur upp eins og Mexíkanar við verðlaunaafhendinguna, við mikinn fögnuð viðstaddra en 250 manns sóttu ráðstefnuna á þessu ári í Mexíkó,“ segir Kristján.

Full frétt (vb.is)

Kristján hæstánægður með Mexíkóferð – „Við erum stoltir”

(2024)

Ferðin skilaði góðum árangri því Heitirpottar.is gjörsigruðu alla Evrópu. 

„Við vorum lang söluhæsta verslunin og einnig fengum við fyrstu verðlaun fyrir bestu þjónustuna í allri Evrópu, sem okkur þykir betri verðlaun. Þau verðlaun sýna að við erum bestir í þjónustu í allri Evrópu, en það er erfiðara að vinna þau verðlaun en að selja mest,“ segir Kristján.

Full frétt (dv.is)

Íslendingar vilja heita potta

(2023)

Kristján Berg, eigandi Heitirpottar.is, segir að síðustu fjögur ár hafi öll verið metár í sölu á heitum pottum hjá fyrirtækinu. Þá hafi ferðaþjónustan haft mikið að segja.

Full frétt (dv.is)

Sala á rafmagnspottum hefur aldrei verið meiri!

(2023)

„Sala á rafmagnspottum hefur aldrei verið meiri og Queen er mest seldi potturinn hjá okkur á þessu ári.  Hann hefur slegið í gegn og er potturinn íslensk hönnun frá A-Ö,“ segir Kristján.

Full frétt (dv.is)

Heiti potturinn bjargaði geð­heilsunni og sam­einaði fjölskylduna

(2023)

„Það er mikil streita í samfélaginu núna og fólk að glíma við allskonar áhyggjur og lífsstílstengda sjúkdóma. Ég er sjálfur að glíma við kulnun og þurfti að leita mér sálfræðiaðstoðar. Það hefur hjálpað mér mikið að gera meira af því sem mér finnst skemmtilegt, eins og að fara í pottinn í lok dags og slaka á. Kvöldstund í pottinum er ódýrasta sálfræðimeðferðin,“ bætir hann sposkur við.

Hann segir heita pottinn einnig hafa góð áhrif á fjölskyldulífið.

Full frétt (visir.is)

Íslendingar eru algjörir bruðlarar

(2022)

Nú þegar kuldakast ríður yfir landið og sundlaugum hefur verið lokað til að spara heitt vatn hefur umræða um notkun heitra potta á heimilum sprottið upp á samfélagsmiðlum. Fiskikóngurinn og einn helsti pottasölumaður landsins, Kristján Berg Ásgeirsson segir Íslendinga gjarnan bruðla með heitt vatn. Mörg tonn af vatni fari í notkun á hitaveitupottum.

Full frétt (visir.is)

Lagerhreinsun hjá heitirpottar.is

(2022)

„Það er dúndurlagersala í gangi hjá okkur á heitum pottum. Við erum að rýma fyrir nýjum vörum og viljum hefja vorið með hvelli! Ekki veitir af, það eru allir orðnir partýþyrstir og vilja græja pallinn og garðinn fyrir sumarið,“ segir Kristján Berg, eigandi Heitir pottar.is og lofar því að hægt sé að gera frábær kaup á lagersölunni."

Full frétt (vísir.is)

Einn heitur pottur á hverja 500 Íslendinga

(2021)

Heit­irpott­ar.is hef­ur verið val­inn potta­sali árs­ins þriðja árið í röð hjá Arctic Spas alþjóðlega pottafram­leiðand­an­um. Að sögn Kristjáns Berg Ásgeirs­son­ar, eig­anda Heitra potta, hef­ur eng­inn ann­ar hlotið titil­inn tvö ár í röð hjá fram­leiðand­an­um en 190 söluaðilar kepp­ast um titil­inn ár hvert.

Full frétt (mbl.is)

Metár hjá Heitum pottum

(2021)

Kristján Berg Ásgeirsson, eigandi Fiskikóngsins, segir stefna í metár í sölu á heitum pottum, en salan hefur aukist um 20% frá því í fyrra.

Full frétt (vb.is)

Fólk sem á heitan pott kann að skemmta sér

(2021)

Það er lykilatriði að hafa gaman í lífinu og fólk sem kann að skemmta sér, það á heitan pott í garðinum,“ segir Kristján Berg en hann og eiginkona hans, Sólveig Lilja, opnuðu glæsilega verslun með heita potta, sundlaugar og saunaklefa að Fosshálsi 13 um liðna helgi.

Full frétt (visir.is)

Selur 600 heita potta á ári

(2019)

Ameríski húsbíllinn og kerran eru engin smásmíði, eða 18 metrar að lengd. Kristján Berg Ásgeirsson er með 250 potta á lager.

Full frétt (mbl.is)

Meiri sala heitra potta en fyrir hrun

(2017)

Kristján Berg Ásgeirsson eigandi fyrirtækisins Heitirpottar.is segir að þjóðin hafi haldið að sér höndum meðan komist var yfir stóra hjallan eftir hrunið, en nú fjárfesti þjóðin í vellíðan. „Fyrsta maí átti ég 350 potta á lager og hef aldrei átt jafn mikið og þá,“ segir Kristján.

Full frétt (vb.is)