Viðgerðabeiðni
Við þjónustum alla okkar rafmagnspotta, allt árið, um land allt! 🇮🇸
Valmöguleikar í boði:
1. Við bjóðum þér fría viðgerð á verkstæði okkar.
2. Við komum heim til þín gegn tíma- og akstursgjaldi. Vinsamlegast kynntu þér verðskrá okkar.
3. Við úthlutum þér viðeigandi varahlut/i, sérð sjálfur um viðgerðina endurgjaldslaust.
Mögulegt að við getum þjónustað varahluti ef þú ert með pott frá öðrum aðila.
Engar áhyggjur, við þjónustum potta um land allt! 🇮🇸
Hafðu samband í síma 777-2001 fyrir aðstoð.
Verðskrá:
Tímagjald, 18.000kr/klst. m/vsk.
Lágmarkstímagjald, 1 klst.
Akstursgjald:
Innan Höfuðborgarsvæðis: Fast verð, 6.500kr. m/vsk.
Utan Höfuðborgarsvæðis: 180kr/km. m/vsk.
Ábyrgðarmál:
Innan 30 daga við kaup: 100% frítt.
Eftir 30 daga: Varahlutir og vinna á stað er undir ábyrgð (frítt). Rukkað er fyrir þann tíma og vegalengd sem tekur að koma að og frá stað.
Við óskum eftir aðgengilegum potti. Það er ekki undir ábyrgð fyrir viðgerðamann að mynda aðgengi að potti, t.d. að moka snjó.
Sérhæfing hjá Heitirpottar.is
Viðgerðamenn okkar hafa farið til Kanada og lokið námskeið hvernig allir Arctic Spas rafmagnspottar virka frá A-Ö og hvernig skal gera við þá með langtímalausn.
Reynsla og þekking sem nær yfir 15 ár. Það er ekkert vandamál sem ætti að geta komið okkur að óvart. Við viljum laga þinn pott áreiðanlega, snöggt og á sem hagstæðasta máta fyrir þig.
Við tryggjum að potturinn verði kominn aftur í sitt toppstand að loknu viðgerðar.
Spurningar og svör:
Fæ ég ekki 100% fría viðgerð ef potturinn er í ábyrgð?
100% frí viðgerð innan 30 daga við kaup. Við komum til þín endurgjaldslaust, sama hvar þú ert á landinu.
Eftir 30 daga, þá fáum við (Heitirpottar.is) ekki akstur né vinnu bætt frá pottaframleiðanda.
Hægt er að koma með pottinn til okkar á verkstæði okkar fyrir 100% fría viðgerð, eða fá mann á staðinn (heim til þín) gegn verðskrá.
Ábyrgðin er runnin út, hvað kostar að gera við pottinn minn?
Við viljum aðstoða þér að koma pottinum í sitt besta stand sem fyrst.
Við viljum vita nánar hvað er að pottinum þínum og getum reiknað út hvað sú viðgerð mun sirka kosta.
Vinsamlegast hafðu samband í síma 777-2001 fyrir meiri aðstoð og verðupplýsingar.
Hvar er verkstæðið ykkar staðsett?
Verkstæði okkar er staðsett á Fosshálsi 13, 110 Reykjavík. Undir sama þaki og verslun okkar.
Hlökkum til taka á móti þér, vinsamlegast vertu búin/n að tilkynna komu þína ef þú ert að koma með vöru í viðgerð.
Vinsamlegast hafðu samband í síma 777-2001 til að tilkynna komu þína.