Til hamingju með nýja saltvatnspottinn kæri lesandi!
Áður en við hefjumst handa að setja upp pottinn, þá skulum við fara yfir mikilvægasta atriðið varðandi þinn nýja saltvatnspott.
Bakvið þennan tappa er saltvatnsnemi. Saltvatnsneminn má ekki þorna! þess vegna notum við þennan tappa til að halda vatni að nemanum.
Það sem þú þarft að muna varðandi tappann:
1. Þegar saltvatnpotturinn er fullur af vatni: þá skal taka þennan tappa úr. Svo saltvatnsneminn getur nemað allt nýja vatnið sem er í saltvatnspottinum.
2. Þegar skipt er um vatn: þá skal setja þennan tappa í pottinn fyrir tæmingu. Svo að saltvatnsneminn þorni ekki.
UPPSETNING
AÐ KYNNAST POTTINUM:
Við leggjum áherslu að það er nauðsynlegt fyrir eiganda að kynna sér ítarlega hvernig potturinn virkar og er settur upp. Það er algjör skylda fyrir eigandi að lesa Owners Manual sem fylgir með Saltvatnspottinum.
Owners Manual-inn er staðsettur hjá móðurborðinu inni í pottinum og er varinn í plastpoka. Einnig í plastpokanum eru auka þéttihringir, sem við förum yfir síðar...
Arctic Spas gefur upp allar nauðsynlegar upplýsingar fyrir kaupanda í Owners Manual-inum og getur því ekki tekið ábyrgð á tjónum eða mishöppum sem koma fyrir vegna vanrækslu.
Allt efni á heimasíðu okkar er aukalegt efni til að aðstoða, en allar upplýsingar um uppsetningu og viðhald á Saltvatnspottinum er fáanlegt í Owners Manual frá Arctic Spas.
Arctic Spas Owners Manual:
Fyrir potta árgerð 2020 og nýrri, Smelltu hér ➡️ Owners Manual
Fyrir potta árgerð 2019 og eldri, Smelltu hér ➡️ Owners Manual
⚡️RAFMAGNSTENGING:
Allir Saltvatnspottar/Rafmagnspottar frá Arctic Spas bjóða upp á 1-fasa eða 3-fasa tengingu. Ef um er að ræða 1-dælu pott, þá eru orkuþörfin eftirfarandi:
1-fasa, 32amp öryggi eða 3-fasa, 16amp öryggi.
Fyrir pott með fleiri dælum (meiri nuddbúnað) þá þarf að auka öryggið. (amp)
Rafvirki ber ábyrgð á því að potturinn sé rétt tengdur eftir þeim upplýsingum sem finna má í loki móðurborðs.
Þegar SPABOY® Saltvatnspottur er gangsettur:
Frábært myndband sem sýnir hvernig skal setja upp netsamband og app í síma:
Smelltu á hlekkinn➡️ How to hook up your Arctic Spa to the Internet
Svona viljum við að appið líti út:
- CL (Chlorine) er í grænu.
- pH (Sýrustig) er í grænu.
Neðar er hlekkur að myndefnasafni um hvernig skal setja upp og sjá um Arctic Spas SPABOY® Saltvatnspott.
Safnið er bland af íslenskumælandi myndefni frá okkur og öðrum flottum enskumælandi myndefni frá Arctic Spas vinum okkar í Bandaríkjunum og Kanada.
Smelltu á hlekkinn➡️ Youtube playlist: Arctic Spas SPABOY®
- Er eitthvað óskýrt?
- Kanntu að meta þjónustuna?
Skildu eftir athugasemd hér fyrir neðan! 👇🏼
Ást og friður, Ari Steinn.