Heitirpottar.is
Drottningin rafmagn - Perluskuggi
Öflugur 7 manna fjölskyldupottur.
- 6kw hitari og tvöföld einangrun.
- Rúmgóð mótun, stórt fótapláss.
Drottningin rafmagnspottur:
Rúmmál: | 1.600 lítrar |
Lengd: | 215cm |
Breidd: | 215cm |
Hæð: | 99cm |
Þyngd: |
350kg. |
Þyngd, með vatni: |
1.950kg. |
Deila / Vista á samfélagsmiðla
Upplýsingar um vöru
- Fiberglass-skelin (trefjagler) er ein sú endingarbesta sem finnst á markaðnum. Skelin er nautsterk og getur haldið vatninu án undirstöðu. 💪🏼
- Tveir hitarar, samanlagt: 6kw. ♨️ Þykk tvöföld einangrun.
- Auðvelt aðgengi inn í pottinn á öllum hliðum! Gerir uppsetningu og viðhald á potti mun þægilegra.
- 100% músheldur pottur. 🚫🐁
- Stór ljósapakki; 4 ljós að utan á pott. 12 ljós inn í pott. Stillanlegir litir 🕺🏼🪩.
- 14 nuddstútar með stillanlegum krafti, öflugt nudd.
- Balboa stýrikerfi.
2 ára ábyrgð.
Rafmagnstenging: 1-fasa, 32amp öryggi. ⚡️
Smelltu hér til að kynna þér betur um uppsetninguna á rafmagnspotti.
Okkar mest seldi pottur árið 2023!
Fyrir íslenska markaðinn:
- Mótun; Finnum fyrir því margir íslendingar vilja ekki mjög mótaða potta. Drottningin er nógu lítið mótuð að hún er rúmgóð + en einnig þægileg að sitja í (rassinn rennur ekki fram).
- Íslenskar aðstæður; Potturinn kemur með tvöfaldri einangrun og tvöföldum hitara. (tveir 3kw hitarar). 100% músheldur pottur. 🚫🐁
- Notendavænn; Stjórnborð á potti er notendavænt í notkun. Hægt að setja á barnalæsingu og alls kyns aðrar stillingar, leiðbeiningar fylgja með potti.
- Rúmgóður pottur; Mótunin er tilvalin fyrir góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Drottningin er auglýstur pottur fyrir 7 manns en auðvelt að troða fleirum fyrir!
Flytjum potta um land allt! 🚚
Hægt er að taka flutning í gegnum okkur eða á eigin máta.
💌 Hafðu samband í netspjallinu fyrir verð í flutning, taktu fram heimilisfang/bæjarfélag og aðstæður.
Ath. flutningur + að staðsetja pott er fagatriði hjá okkur! Ef það er erfitt aðgengi, eða einhver óvissa varðandi flutninginn, þá ráðleggjum við að hafa samband í netspjallið (það er frítt!) fyrir okkar ráð/mögulegar lausnir. 💌
Á eigin máta: Þú skipuleggur flutninginn. Getur sótt pottinn af lager hjá okkur, við aðstoðum með lyftara eða við getum skutlað pottinn á stöð fyrir þig. (frítt)
Þú sérð svo um restina. 👍🏼