Heitirpottar.is

Drottningin skel - Hafsblár

500.000 ISK 380.000 ISK Tilboð
Verð með virðisaukaskatti
Drottningin hitaveituskel frá Heitirpottar.is
Hannað fyrir íslenskar aðstæður.

Fiberglass (trefjagler) skel, ein sú sterkasta sem finnst á markaðnum.
Skelin er spreyjuð með einangrun.

Drottningin er svo sterk að þarf bara að byggja undirstöður undir botni og í köntum.
50% / 50% Þyngdardreifing.
Sparnaður í uppsetningarkostnaði á þessari skel vs. aðrar skeljar. 
Þetta er okkar langsterkasta skel! 💪🏼

Fæst í þremur litum: Perluskuggi, Sterling Silfur & Hafsblár.

  

Fleiri litir í boði: Kopar & Marmari *Sérpöntun*

 

Einfalt í uppsetningu (ath. "Dæmi um frágang" mynd í myndasafni).

Drottningin hitaveituskel:

Rúmmál: 1.600 lítrar
Lengd:  215cm
Breidd: 215cm
Hæð:  95cm
Þyngd: 80 kg
Þyngd, með vatni: 1.680 kg 


Deila / Vista á samfélagsmiðla

Color: Hafsblár

Upplýsingar um vöru

- Fiberglass-skelin (trefjagler) er ein sú endingarbesta sem finnst á markaðnum. Skelin er nautsterk og getur haldið vatninu án undirstöðu. 💪🏼

- Spreyjuð með einangrun.

- Einfalt í uppsetningu.

Fyrir íslenska markaðinn:

- Mótun; Finnum fyrir því margir íslendingar vilja ekki mjög mótaða potta. Drottningin er nógu lítið mótuð að hún er rúmgóð + en einnig þægileg að sitja í (rassinn rennur ekki fram).

- Íslenskar aðstæður; Sterk trefjagler skel. Þolir öll veður og frostmörk. Spreyjuð með einangrun til að minnka hitatap.

- Rúmgóður pottur; Mótunin er tilvalin fyrir góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Drottningin er auglýstur pottur fyrir 7 manns en auðvelt að troða fleirum fyrir!

Við eigum allt til með skelinni!

Viðbætur:

- Hitastýring: Einfalt blöndunartæki eða fullbúin hitastýring með appi, við eigum allt til!

- Pottalok: Einangrunar pottalok sem heldur hita og verndar skelina.

- Loklyfta: Eigum allskonar týpur af loklyftum fyrir allar aðstæður. Með eða án pumpu. Loklyftan gerir það auðveldara að opna og loka pottalokinu, og fer mun betra með lokið!

- Lítill ljósapakki: 3 LED ljós, eitt stórt og tvö minni. Stillanlegir litir.

- Stór ljósapakki: LED ljós í öllum hliðum og glasahöldurunum. Stillanlegir litir 🕺🏼🪩.

- Fittings kit: Rör, botnloki, yfir- og niðurfall, millitengi.

- Hreinsiefni og búnaður: Allt til að halda vatninu og pottinum tandurhreinum!

💌 Hafðu samband í netspjallið til að fá tilboð í skel með viðbótum að þínu vali.

Flytjum potta um land allt! 🚚

Hægt er að taka flutning í gegnum okkur eða á eigin máta.

💌 Hafðu samband í netspjallinu fyrir verð í flutning, taktu fram heimilisfang/bæjarfélag og aðstæður.

Ath. flutningur + að staðsetja pott er fagatriði hjá okkur! Ef það er erfitt aðgengi, eða einhver óvissa varðandi flutninginn, þá ráðleggjum við að hafa samband í netspjallið (það er frítt!) fyrir okkar ráð/mögulegar lausnir. 💌

Á eigin máta: Þú skipuleggur flutninginn. Getur sótt pottinn af lager hjá okkur, við aðstoðum með lyftara eða við getum skutlað pottinn á stöð fyrir þig. (frítt)

Þú sérð svo um restina. 👍🏼