Lagnahreinsir - Árleg þrif

6.500 ISK 5.900 ISK Tilboð

Mjög sterk efnablanda. Nota einu sinni á ári.

Framleitt sérstaklega fyrir þrif á lögnum/leiðslum/pípum í nuddpottum.

Gott er að hreinsa rörakerfið í pottinum reglulega til að koma í veg fyrir vöxt á bakteríum sem geta myndast í rörunum. Best er að nota Lagnahreinsir allavega einu sinni á ári.

Lagnahreinsir er notaður áður en vatnsskipti fara fram. 0,5L af Lagnahreinsi fyrir hverja 1000L af vatni.

Best er að hafa vatnið heitt 35-38 gráður og síur eru fjarlægðar úr pottinum áður en Lagnahreinsir er notaður.

Kveikið á öllum dælum og látið þær ganga á hæðstu stillingu allavega í 30 mínútur.

Óhreint vatnið er þá tæmt úr pottinum og skolað vel á eftir með vatnsslöngu.

Magn

Upplýsingar um vöru

1. Potturinn skal vera fullur af vatni (má vera gamalt vatn).

2. Takið síur úr pottinum.

3. Mælið hæfilegt magn af Lagnahreinsi (0,5 ltr. á móti hverja 1.000 ltr.) SKAMMTAHLUTFALL: 2000:1

4. Dreifið Lagnahreinsinum jafnt yfir vatnið/pottinn.

5. Fáið stöðuga hringrás á vatnið í u.þ.b. 2-3 klst.

6. Tæmið pottinn.

7. (Aukaskref): Mælt er með því að fylla pott af vatni og tæma aftur, til að tryggja að allt efnið sé farið úr pottinum.

1. Þrif á skel: Notið bursta/svamp og efni sem drepur húðfitu/olíur.

Mælum með: Fitueyðir og Vikan Bursti.

2. Þrif á pappasíu: Ath! ALLS EKKI setja síur í uppþvottavél!

  • Skolið pappasíu með vatni vikulega.
  • Þrífið mánaðarlega með efni.

Gott efni fyrir þrif á pappasíum: Aquamagic.

3. Þrif/vernd á klæðningu/pottaloki: Berið efni á klæðningu og pottalok með rökum klút.

Nota skal: Bón á Pottaloki.