1 4

Flotholt

6.800 ISK 5.900 ISK Tilboð
4 umsagnir

Flotholt fyrir klór- eða brómtöflur.

Rúmar margar töflur.

Hægt að stilla hversu margar töflur eru leystar upp í einu.

Fylgir með band til að binda flotholtið fast við síuhólkinn eða hauspúða.

Opnið flotholtið. Fyllið flotholtið af klórtöflum eða brominetöflum. Á miðanum sem fylgir flotholtinu stendur á hvað flotholtið skal stillt á, og er það miðað við vatnsmagn pottarins.Flotholtið á ávalt að vera fljótandi í pottinum.

Upplýsingar um vöru

1. Alltaf fylla flotholtið!

Flotholtið er gert til að skammta klór/bróm fyrir þig. Stillir flotholtið til að hann skammti rétt miða við þína stærð á potti + notkun.

2. Hvernig stilli ég flotholtið?

Stillir eyðsluna á klór/bróm með því að skrúfa gráu hlutann, (skoða mynd í myndasafni) upp/niður. Fyrir miðlungsstóra potta/notkun 3-4x í viku mælum við með að setja í stillingu 3 til að byrja með..

Gott að muna: Því lengra sem þú gerir flotholtið, því meira eyðsla á klór/bróm.

3. Athuga klór/brómgildi vikulega (til að byrja með).

Mældu klór/brómgildin vikulega til að tryggja að þau séu innan réttu marka. Notaðu: TEST STRIMLAR til að mæla þessi gildi.

Ef þau eru of há: Stilltu flotholtið ofar (skrúfa upp), þetta mun minnka eyðsluna.

Ef þau eru of lág: Stilltu flotholtið neðar (skrúfa niður), þetta mun auka eyðsluna.

Með tímanum færðu tilfinningu fyrir þessu. 👍🏼

Muna: Alltaf fylla flotholtið.

Flotholt er skammtari.

Í stað fyrir að setja sótthreinsandi efni (klór/bróm) í pottinn í hvert skipti þegar hann er notaður þá mun flotholtið sjá um þetta fyrir þig.

Eðlisfræðin bakvið flotholtið er svona:

Vatnið kemst einungis að neðstu töflunni í flotholtinu, allar hinar eru því þurrar og ekki að eyðast upp. 🤯

Pláss fyrir 7-8 töflur í flotholtinu.

Flotholtið flýtur í pottinum og eyðir bara eina töflu í einu. Þegar neðsta taflan eyðist upp þá dettur næsta niður og byrjar að eyðast upp.

Flotholtið á því alltaf að vera fyllt af töflum.

Byrjendamistök:

Að setja eina töflu í einu í flotholtið.