Mustang SPABOY

2.780.000 ISK
Verð með VSK.
Nuddbúnaður: Prestige
Color: Sterling Silfur
Spa Boy® Saltvatnskerfi:

Mustang SPABOY Saltvatnspottur frá Arctic Spas Classic Series.

Sex manna pottur með legubekk og eitt kafteinssæti.

Hægt að velja um tvær tegundir af nuddi.

  • Prestige: 20 nuddstútar og 1 dæla.
  • Signature: 40 nuddstútar og 2 dælur.

Arctic Spas Mustang

Rúmmál: 1.440 lítrar
Lengd:  235cm
Breidd: 235cm
Hæð:  98cm
Þyngd: 441 kg
Þyngd, með vatni: 1.841 kg 

 

Nuddbúnaður: Prestige
Color: Sterling Silfur
Spa Boy® Saltvatnskerfi:

Upplýsingar um vöru

Hægt að hita upp í allt að 42°C

FreeHeat® einangrunarkerfið frá Arctic Spas sparar þér verulega í rekstrarkostnaði.

Einangrunar pottalok fylgir frítt með þessum potti. Val um brúnan eða dökkgráan lit.

Wifi-tenging, ókeypis app fyrir iOS og Android til að stjórna honum. 🛜

Ethernet-tengi til að beintengja pottinn með netsnúru.

Opnanlegar hurðar á öllum hliðum, frábært aðgengi inn í pottinn!

Stjórnanlegur gosbrunnur, upphækkanlegir höfuðpúðar, tvö síuhólf og stillanleg ljósastýring. 🕺🏼🪩

Lágur rekstrarkostnaður: 💰

  • Arctic Spas FreeHeat™ kerfi

(Í myndasafni er lýsandi mynd sem sýnir hvernig FreeHeat™ kerfið virkar.)

  • Hitari fer í gang einungis þegar pottur lækkar í hitastigi. Minni notkun á hitara = Lægri rafmagnsreikningur!

Rafmagnstengi: 1-fasa, 32amp öryggi eða 3-fasa, 16amp öryggi. (ath. þetta er ráðlögð öryggi fyrir pott með eina dælu)

Smelltu hér til að kynna þér betur um uppsetninguna á rafmagnspotti.

Classic Series: Tveggja ára ábyrgð. 

Smelltu hér fyrir upplýsingar um ábyrgðina. 📄

Skel: Fiberglass-skelin (trefjagler) er ein sú endingarbesta sem finnst á markaðnum. Skelin er nautsterk og getur haldið vatninu án undirstöðu. 💪🏼

Klæðning: Hægt að velja á milli sedrus- eða dökkgráa viðhaldsfría klæðningu. Sama þykka og öfluga einangrun fylgir báðum klæðningum. Þær eru jafn sterkar.

Það þarf að bera árlega á sedrusviðinn með olíu til að viðhalda fallega sedruslitnum. 🪵

Botn: 🐁🚫 100% músheldur Forever Floor™ botn úr fiberglass. Sterkur botn sem auðveldar uppsetningu til muna. Botninn dregur ekki í sig raka og fúnar eða rotnar því ekki.

Rekstrarkostnaður sem fylgir SPABOY® Saltvatnspottum frá Arctic Spas:

- Rafmagnseyðsla.

FreeHeat® einangrunarkerfið frá Arctic Spas sparar þér verulega í rafmagnseyðslu. 💰

Arctic Spas potturinn nýtir allan hita framleiddan, engin orka fer til spillis! ♻️

Saltvatnspottar frá Arctic Spas eru með háþróaðasta hugbúnað og tækni í dag, með pottinum fylgir app sem sýnir rafmagnseyðslu á þínum potti upp á krónu á hverjum degi. 📉

Enginn annar pottur á markaði býður upp á þetta! ⭐️

- Versla nýjar síur. (1-2x á ári)

Arctic Spas bjóða upp á endingarbestu viðhaldsfríu síurnar á markaðnum. ⭐️

- Nýtt salt í pottinn. (1x á ári)

Vatnsskipti fer fram einungis einu sinni á ári á SPABOY Saltvatnspottum frá Arctic Spas. Sparar þér verulega í kaupum á efnum og tíma. ⭐️

- Önnur þrifefni.

Við bjóðum upp á alls kyns þrifefni fyrir alla potta, hinsvegar þurfa saltvatnspottur frá Arctic Spas minnsta viðhaldið vegna háþróaða hreinsikerfið sem er innbyggt í potti. ⭐️

Fyrir fleiri upplýsingar varðandi rekstarkostnað og almennt viðhald á Arctic Spas Saltvatnspotti, hafðu samband hér.

FreeHeat® Einangrunarkerfið hjá Arctic Spas

Fáðu tilboð í dag!