Saunahús frá Heitirpottar.is
Uppgefin verð eru fyrir samsett saunahús með saunaofn og ljósapakka 100% uppsett.
Smelltu til að fræðast meira 👇🏼
Fyrir hverja eru saunahús?
Þá sem huga að sauna sem langtímafjárfestingu. Saunahúsin hafa lífstíðarendingartíma og eru þægileg í notkun og viðhaldi.
Saunahúsin koma ávalt 100% samsett frá verksmiðju okkar í Eistlandi. Tilbúin til tengingar.
Saunahúsin eru gerð fyrir mikla notkun og geta náð +110° hita á stuttum tíma.
Við elskum að sérsmíða!
Hægt að fá saunahús eftir málum og við getum gert allt fyrir þig.
Einangrun...
Til að spara þér í rekstarkostnað og þinn dýrmæta tíma! Saunahúsin okkar eru ofursnögg að ná hita.
Húseinangrun (steinull):
Þykktin fer eftir vali á klefa... en lágmarks þykkt er 50mm í veggjum og 66mm í lofti. Önnur saunahús frá okkur koma með 100mm þykkt í veggjum og lofti.
- Kingspan Sauna-Satu einangrun.
Kemur einnig með sérstakri saunafilmu sem endurspeglar hitann tilbaka inn í klefa = enn sneggri upphitun.
Auðvelt í þrifum...
Þægindi í notkun er stórt atriði fyrir okkur...
Flísalagður botn.
Minnsta mál að smúla, skafa eða skrúbba. 🧼
- Stórt niðurfall með rist.
Niðurfallið er fyrir miðju, með hallandi gólf svo vatnið leiti sér þangað.
Síur og röðun 13 vörur
Sérhæfni í sauna
Starfsfólkið hefur mikla persónulega reynslu við notkun á sauna. Sú reynsla nýtist vel við smíði á hágæða saunahúsi.
Skapað með umhyggju
Hugsað vel um húsin í öllum skrefum framleiðslunnar. Kúnninn er ávalt efst í huga.