Saunahús frá Heitirpottar.is

Uppgefin verð eru fyrir samsett saunahús með saunaofn og ljósapakka 100% uppsett.

Fyrir hverja eru saunahús?

Saunahúsin er langtímafjárfesting. Þau eru gerð fyrir mikla notkun og eru ódýr að kynda.

Saunahúsin spara þér einnig tíma þar sem þau eru tæplega tvöfalt sneggri að ná hita en t.d. saunatunnur sem við erum einnig að bjóða upp á.

Saunahúsin koma ávalt 100% samsett frá verksmiðju okkar í Eistlandi, tilbúin til tengingar.

Ef þú ert að skoða í síma, þá getur þú flett til að fræðast meira um saunahúsin okkar ➡️

Skrollaðu neðar til að skoða úrvalið okkar.

Öflugir saunaofnar

Saunahúsin koma með saunaofn 100% uppsettan og tilbúinn til notkunar. Hægt að fá saunaofn stýrðan með appi í síma. 📲

Hágæða viður

Við notum hitameðhöndlaða ösp fyrir saunabekki og innanklæðningu. Búið að bera á bekki og klæðningu verndar-saunaolíu svo öspin haldi sér í toppstandi til lengri tíma.

Hágæða einangrun

1. Sneggri að ná hita.

2. Ódýrara að kynda.

3. Saunan kemst í hærri topphita.

Flísalagt og gott niðurfall

Þrífðu svitann með engum átökum!

Þægilegt að skafa allt vatn og svita ofan í niðurfallið.

Infrarauður búnaður

Hægt að bæta við infrarauðan búnað í flest saunahús. Þá ertu með bæði sauna og infrared í sama rými.

Innbyggt hljóðkerfi

Öll saunahús er hægt að fá með innbyggðu hljóðkerfi. Hljómurinn er einstaklega góður. Tengist með Bluetooth.

Sterkar hurðar

Bjóðum upp á vandaðar hurðar með læsingu svo nágranni þinn sé ekki að stelast inn í þína saunu! Nokkrar gerðir í boði og hægt að velja lit.

Saunaljós

Lýsing undir saunabekkjum fylgir öllum saunahúsum, 100% uppsett.

Sum saunahús koma með verönd og þá fylgir lýsing að utanverðu einnig með.

Síur og röðun 13 vörur

Lagerstaða
Vörutýpa
Vörumerki
Litur
Fleiri síur
Raða eftir

Sérhæfni í sauna

Starfsfólkið hefur mikla persónulega reynslu við notkun á sauna. Sú reynsla nýtist vel við smíði á hágæða saunahúsi.

Skapað með umhyggju

Hugsað vel um húsin í öllum skrefum framleiðslunnar. Kúnninn er ávalt efst í huga.

Frágangur til fyrirmyndar ⭐️